Gefðu gjöf sem gefur!

Gefðu gjöf sem gefur!

Gefum gjafir sem gefa!

Sweet Salone – Aurora Velgerðarsjóður

Já, við erum að tala um jólin! Þó við séum rétt að fara inn í sumarið en það er mikilvægt að gera hlutina tímanlega ef vel á að vera gert. Jólagjafir til starfsmanna geta verið vandasamt val og sitt sýnist hverjum í þeim málum.

Með Sweet Salone verkefninu hefur  verið unnið að samtengingu íslenskra hönnuða og handverksfólks í Sierra Leone. Megin markmiðið er að veita handverksfólkinu tækifæri til mannsæmandi lífs en einnig varðveita þá sterku handverskhefð sem er til staðar í landinu. Útkoman er handunnin, sjálfbær hönnun sem allir þátttakendur eru stoltir af.

 

Hönnun og handverk

 

Með Sweet Salone verkefninu hefur  verið unnið að samtengingu íslenskra hönnuða og handverksfólks í Sierra Leone. Megin markmiðið er að veita handverksfólkinu tækifæri til mannsæmandi lífs en einnig varðveita þá sterku handverskhefð sem er til staðar í landinu. Útkoman er handunnin, sjálfbær hönnun sem allir þátttakendur eru stoltir af.

“Small Small”

Í Síerra Leóne er hugtakið “small, small” oft notað. Þar sem innviðir eru erfiðir og dagleg þægindi sem okkur flestum finnst svo sjálfsögð eru ekki til staðar geta hlutirnir stundum tekið tíma og hvert skref verið sigur út af fyrir sig. Með mikilli vinnu undanfarin ár og „small, small“ að leiðarljósi hefur Sweet Salone verkefnið haft áhrif á líf margra. Með ykkar stuðningi langar okkur að hjálpa enn fleirum.

Á síðast ári unnum við með 56 handverksfólki sem notar tekjurnar sem það fær fyrir framleiðslu á vörunum til að bæta líf sitt og sinna nánustu. Ljós og körfur úr basti frá Brama Town, keramík frá Lettie Stuart Pottery, textílvörur frá Foday Thoronka, Ibrahim Kollon og Mariatu Koroma og Alsuine Bangura að ógleymdu flottu konunum á Lumley markaði. Listin og natnin sem handverksfólkið setur í sína vinnu gerir þær einstakar!

Verslaðu á Íslandi

Úrval af Sweet Salone vörurum eru líka fáanlegar í völdum verslunum á Íslandi. Hægt er að versla vörur frá Sweet Salone hjá:

As We Grow, Klapparstíg 29, Reykjavík

Epal, Skeifunni

Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ

Hugdetta, netverslun, www.hugdetta.com

Bast, Kringlunni

Einnig sendum við úr netverslun okkar til Íslands.

Sendu okkur línu

Hafðu samband með því að senda póst á sweetsalone@aurorafoundation.is og við sendum ykkur vörubækling með öllum vörum Sweet Salone ásamt verðum. Það skiptir máli að hafa samband sem fyrst þar sem verið er að búa til vörurnar sem koma til Íslands fyrir jól. Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Aurora

Velgerðar-

sjóður

{

Aurora velgerðarsjóður var stofnaður 2007. Frá 2015 hefur meginstarfsemi sjóðsins verið í Sierra Leone og á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og menningu með verkefnum sem örva samfélög á sjálfbæran máta.

Hringdu í okkur!

(+354) 899-7172

Sendu okkur póst!

sweetsalone@aurorafoundation.is

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum